banner
   mán 07. júní 2021 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðstreyja Úkraínu vekur reiði í Rússlandi
Mynd: Google
Úkraína og Rússland unnu sér bæði inn sæti á Evrópumótinu sem fer fram í sumar. Löndin hafa verið í stríði undanfarin ár og fer hatur á milli þjóðanna vaxandi.

Rússar eru margir hverjir reiðir eftir að Úkraína kynnti nýja landsliðstreyju fyrir Evrópumótið. Á treyjunni má sjá kort af Úkraínu þar sem Krímea er innifalin, en löndin hafa deilt um það landsvæði undanfarin ár.

Nokkrir rússneskir þingmenn segja treyjuna vera gerða til að ögra Rússum, en á henni stendur einnig 'Glory to Ukraine'.

UEFA gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins og tók fram að treyjur allra landsliða hafi staðist hlutlausa skoðun áður en þær voru samþykktar.

Rússland er í riðli með Danmörku, Finnlandi og Belgíu á EM.

Úkraína spilar við Austurríki, Holland og Norður-Makedóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner