Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 07. júlí 2020 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Páll: Byrjuðum eins og algjörir aumingjar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli gegn sterku liði Fram í dag. Gestirnir komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og náðu Ólsarar að minnka muninn í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.

Jón Páll Pálmason þjálfari Víkings var hundfúll út í fyrri hálfleik sinna manna en mjög ánægður með seinni hálfleikinn.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við fórum inn í leikhlé og báðum bara um að liðið myndi sýna karakter því við vorum 2-0 undir. Þeir voru reyndar bara búnir að fá tvær sóknir í fyrri hálfleik en við vorum bara hægir og þungir," sagði Jón Páll.

„Við báðum um karakter og spirit og mér fannst við vera frábærir síðustu 40 mínúturnar. Við sýndum gæði, kraft og þor, það vantaði bara að troða tuðrunni inn þarna tvisvar, þrisvar í viðbót."

Jón Páll vill meina að atvik innan vallar hafi vakið sína menn til lífsins í síðari hálfleik.

„Það var einhver tækling eða eitthvað sem kveikti á okkur eftir fimm mínútur af síðari hálfleik. Ég fann að allt í einu kviknaði á okkur. Við byrjuðum þennan leik eins og algjörir aumingjar. Við vorum hrokafullir, hægir, að taka alltof margar snertingar og gefa feilsendingar og lengi til baka og tuðandi, vælandi, skælandi og ælandi."
Athugasemdir
banner