Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 07. júlí 2020 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Páll: Byrjuðum eins og algjörir aumingjar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli gegn sterku liði Fram í dag. Gestirnir komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og náðu Ólsarar að minnka muninn í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.

Jón Páll Pálmason þjálfari Víkings var hundfúll út í fyrri hálfleik sinna manna en mjög ánægður með seinni hálfleikinn.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við fórum inn í leikhlé og báðum bara um að liðið myndi sýna karakter því við vorum 2-0 undir. Þeir voru reyndar bara búnir að fá tvær sóknir í fyrri hálfleik en við vorum bara hægir og þungir," sagði Jón Páll.

„Við báðum um karakter og spirit og mér fannst við vera frábærir síðustu 40 mínúturnar. Við sýndum gæði, kraft og þor, það vantaði bara að troða tuðrunni inn þarna tvisvar, þrisvar í viðbót."

Jón Páll vill meina að atvik innan vallar hafi vakið sína menn til lífsins í síðari hálfleik.

„Það var einhver tækling eða eitthvað sem kveikti á okkur eftir fimm mínútur af síðari hálfleik. Ég fann að allt í einu kviknaði á okkur. Við byrjuðum þennan leik eins og algjörir aumingjar. Við vorum hrokafullir, hægir, að taka alltof margar snertingar og gefa feilsendingar og lengi til baka og tuðandi, vælandi, skælandi og ælandi."
Athugasemdir
banner
banner