Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 07. júlí 2020 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Páll: Byrjuðum eins og algjörir aumingjar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík tapaði á heimavelli gegn sterku liði Fram í dag. Gestirnir komust í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og náðu Ólsarar að minnka muninn í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.

Jón Páll Pálmason þjálfari Víkings var hundfúll út í fyrri hálfleik sinna manna en mjög ánægður með seinni hálfleikinn.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við fórum inn í leikhlé og báðum bara um að liðið myndi sýna karakter því við vorum 2-0 undir. Þeir voru reyndar bara búnir að fá tvær sóknir í fyrri hálfleik en við vorum bara hægir og þungir," sagði Jón Páll.

„Við báðum um karakter og spirit og mér fannst við vera frábærir síðustu 40 mínúturnar. Við sýndum gæði, kraft og þor, það vantaði bara að troða tuðrunni inn þarna tvisvar, þrisvar í viðbót."

Jón Páll vill meina að atvik innan vallar hafi vakið sína menn til lífsins í síðari hálfleik.

„Það var einhver tækling eða eitthvað sem kveikti á okkur eftir fimm mínútur af síðari hálfleik. Ég fann að allt í einu kviknaði á okkur. Við byrjuðum þennan leik eins og algjörir aumingjar. Við vorum hrokafullir, hægir, að taka alltof margar snertingar og gefa feilsendingar og lengi til baka og tuðandi, vælandi, skælandi og ælandi."
Athugasemdir
banner