Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. júlí 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U16 kvenna endaði með sigri og hafnar í fimmta sæti
U16 landsliðið fagnar marki.
U16 landsliðið fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
U16 landslið kvenna spilaði lokaleik sinn á Opna Norðurlandamótinu í dag. Þær mættu Finnlandi í leik um fimmta sætið.

Svo fór að okkar stelpur fóru með sigur af hólmi, 3-2.

Emelía Óskarsdóttir gerði tvö mörk í leiknum og Margrét Brynja Kristinsdóttir gerði eitt mark.

Emelía gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Finnar jöfnuðu metin fimm mínútum síðar. Íslenska liðið náði síðan tveggja marka forystu með mörkum frá Margréti Brynju á 70. mínútu og öðru marki Emelíu á 87. mínútu úr vítaspyrnu.

Finnska liðið minnkaði muninn í uppbótartímanum en lengra komust þær ekki.

Lokatölur 3-2 fyrir Íslandi sem endar mótið í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner