sun 07. ágúst 2022 20:10
Brynjar Ingi Erluson
„Man Utd þarf að kaupa fleiri leikmenn"
Erik ten Hag þarf að versla meira segir Roy Keane
Erik ten Hag þarf að versla meira segir Roy Keane
Mynd: Getty Images
Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Manchester United verði að kaupa fleiri leikmenn til að eiga möguleika á að berjast um Meistaradeildarsæti.

United mun spila í Evrópudeildinni á þessari leiktíð eftir að hafa hafnað í 6. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Félagið hefur aðeins fengið þrjá leikmenn í þessum glugga. Tyrell Malacia, Christian Eriksen og Lisandro Martínez eru allir komnir en Keane segir að liðið þurfi frekari styrkingar.

United tapaði fyrir Brighton í dag, 2-1, en ef liðið ætlar að berjast um Meistaradeildarsæti þá þarf félagið að kaupa fleiri leikmenn.

„Ef félagið kaupir nokkra leikmenn næstu vikurnar þá er möguleiki á að enda meðal fjögurra efstu. En á þessu augnabliki þá myndi ég ekki segja að þeir væru í baráttunni um að vera þar."

„Ef þeir ná að ganga frá nokkrum kaupum sem þeir hafa áhuga á að fá þá verður þú að segja að þeir hafi bæði hópinn og nýjan stjóra til að komast þangað."
Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner