Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. ágúst 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Carboni til Marseille (Staðfest)
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn hæfileikaríki Valentin Carboni hefur gengið í raðir franska liðsins Marseille.

Þessi nítján ára sóknarmiðjumaður var á láni hjá Monza á síðasta tímabili og vakti athygli, hann skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar.

Hann fer til Marseille á lánssamningi með möguleika á kaupum eftir tímabilið. Inter vill samt ekki sleppa tökunum alfarið á Carboni og er með sérstaka klásúlu um að geta keypt hann til baka.

Hjá Marseille mun Carboni spila undir stjórn Roberto De Zerbi og hefur fengið treyju númer 7.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner