Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 07. ágúst 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Valur og Breiðablik mætast í næstu viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Breiðablik mætast á fimmtudaginn í næstu viku, 15. ágúst, á N1-vellinum Hlíðarenda. Leikurinn átti upphaflega að vera í síðasta mánuði en þá voru bæði liðin á fullu í Evrópuverkefni og ákveðið var að fresta leiknum.

Nú eru liðin úr leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar og því skapast svigrúm til að spila. Þetta eru liðin sem sitja í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.

Eftirfarandi leikjum í Bestu deild karla hefur verið breytt:

Valur - Breiðablik
Var: Sunnudaginn 28. júlí kl. 19.15 á N1-vellinum Hlíðarenda
Verður: Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19.15 á N1-vellinum Hlíðarenda

FH - Valur
Var: Sunnudaginn 18. ágúst kl. 17.00 á Kaplakrikavelli
Verður: Mánudaginn 19. ágúst kl. 18.00 á Kaplakrikavelli

Breiðablik - Fram
Var: Sunnudaginn 18. ágúst kl. 19.15 á Kópavogsvelli
Verður: Mánudaginn 19. ágúst kl. 19.15 á Kópavogsvelli

HK - Fylkir
Var: Mánudaginn 19. ágúst kl. 19.15 á í Kórnum
Verður: Sunnudaginn 18. ágúst kl. 19.15 á í Kórnum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner