Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bætt við í þjálfarateymið hjá KR
Kvenaboltinn
Íris Dögg Gunnarsdóttir er nýr markvarðarþjálfari KR.
Íris Dögg Gunnarsdóttir er nýr markvarðarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR hefur bætt við þjálfarateymi sitt fyrir seinni hluta tímabilsins.

Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson voru á dögunum látnir fara og mun Jamie Brassington, sem hefur verið markvarðarþjálfari liðsins, stýra KR úr tímabilið.

Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur núna verið ráðin sem markmannsþjálfari liðsins út tímabilið. Íris Dögg lagði hanskana á hilluna í byrjun þessa árs en á sínum ferli spilaði hún yfir 300 meistaraflokksleiki, þar af 67 leiki fyrir KR á árunum 2006-2011.

Hún var síðast á mála hjá Val þar sem hún var varamarkvörður áður en hanskarnir fóru upp á hillu.

Þá hefur Sigurður Örn Jónsson verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari. Sigurður Örn þekkir liðið vel en hann var hluti af þjálfarateyminu seinna hluta tímabilsins í fyrra þegar liðið vann sér inn sæti í Lengjudeildinni.

KR mætir Fylki klukkan 19:15 í Lengjudeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner