Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth í viðræðum við Lille og skoðar lærisvein Ten Hag
Bafode Diakite
Bafode Diakite
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er í viðræðum við franska félagið Lille um hinn 24 ára gamla Bafode Diakite. Þetta segir Mark McAdam á Sky.

Bournemouth mun heldur betur þurfa að styrkja hópinn í sumar eftir að hafa misst Dean Huijsen, Milos Kerkez og Jaidon Anthony auk þess sem Illya Zabarnyi er á leið til Paris Saint-Germain.

Félagið fékk Adrien Truffert í stað Kerkez í bakvörðinn, en er enn í leit að tveimur miðvörðum.

Sky segir að félagið sé í viðræðum við Lille um hinn franska Diakite. Hann hefur verið fastamaður í liðinu frá 2022 og var í Ólympíuliði Frakklands á síðasta ári.

Bournemouth er vongott um að landa honum en það er einnig að skoða styrkingu fram á við og þar er Amine Adli, leikmaður Bayer Leverkusen, ofarlega á lista.

Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, vill styrkja liðið sóknarlega og heillar það sérstaklega að Adli geti spilað á báðum vængjum og sem 'tía'.

Adli, sem er 25 ára gamall, kom að þremur mörkum í tuttugu deildarleikjum sínum með Leverkusen á síðustu leiktíð, en það er óvíst hvort hann verði í stóru hlutverki undir Erik ten Hag, sem tók við liðinu af Xabi Alonso í sumar.
Athugasemdir