Slóvakinn Martin Dubravka hefur gert eins árs samning við Burnley en hann kemur frá Newcastle United.
Dubravka er 36 ára og lék alls 179 leiki í öllum keppnum fyrir Newcastle. Hann lék lykilhlutverk fyrir liðið þegar það vann deildabikarinn á síðasta tímabili.
Dubravka er 36 ára og lék alls 179 leiki í öllum keppnum fyrir Newcastle. Hann lék lykilhlutverk fyrir liðið þegar það vann deildabikarinn á síðasta tímabili.
Hjá Burnley kemur hann í stað James Trafford sem fór til Manchester City í júlí.
Dubravka segist bara hafa heyrt jákvæða hluti um Burnley. Liðið er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa náð 100 stigum í Championship-deildinni á síðasta tímabili.
A message from our new man between the sticks ???? pic.twitter.com/mmk5JT7j6h
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 7, 2025
Athugasemdir