Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 22:14
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Toppliðin unnu - Þrettánda tap Aftureldingar
Kvenaboltinn
Olga Sevcova er að eiga frábært tímabil með ÍBV
Olga Sevcova er að eiga frábært tímabil með ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar halda vel í við Eyjakonur
HK-ingar halda vel í við Eyjakonur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fall blasir við Aftureldingu
Fall blasir við Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Topplið ÍBV og HK unnu góða sigra í 14. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.

Eyjakonur halda toppsætinu eftir að hafa unnið botnlið Aftureldingar, 5-2, í Vestmannaeyjum.

Allt hefur verið á afturfótunum hjá Aftureldingu á þessu tímabili á meðan Eyjaliðið er eitt best spilandi lið deildarinnar. Það tók Eyjakonur rúmar tuttugu mínútur að taka forystuna en það gerði Allison Grace Lowrey eftir sendingu frá Helenu Heklu Hlynsdóttur.

Fyrra skot Allison var varið en hún náði að fylgja vel á eftir. Olga Sevcova náði að bæta við öðru fyrir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti og gerði hún síðan annað mark sitt á 67. mínútu.

Fjórða markið kom ekki löngu síðar. Olga átti tilraun sem hafnaði í þverslá og á Viktoriju Zaicikova, sem kom boltanum á Erlu Hrönn Unnarsdóttur sem setti hann í netið.

Afturelding sýndi að það er enn einhver vonarneisti í liðinu með því að gera tvö mörk á tveimur mínútum. Guðný Geirsdóttir átti lélega hreinsun sem Briana Sousa Esteves komst inn í og skoraði af löngu færi áður en Hlín Heiðarsdóttir bætti við öðru.

Erna Sólveig Davíðsdóttir náði að koma Eyjakonum aftur á réttu brautina með góðu marki undir lok leiks og lokatölur því 5-2 ÍBV í vil sem er með 34 stig á toppnum en fall blasir við Aftureldingu sem er á botninum með 3 stig.

HK-ingar reyna áfram að halda í við Eyjakonur og tekst þeim það svona þokkalega en liðið vann 4-2 sigur á Keflavík í Kórnum.

Emilía Lind Atladóttir kom HK-ingum í forystu með hálfgerðri fyrirgjöf sem hafnaði í stöng og inn áður en Emma Kelsey Starr jafnaði fyrir Keflavík átta mínútum síðar.

Keflvíkingar tóku forystuna á 23. mínútu er Elfa Karen Magnúsdóttir með frábæru skoti í samskeytin. HK-ingar vöknuðu í kjölfarið og var það Ísabel Rós Ragnarsdóttir sem var hættulegust fram á við.

Hún setti boltann í stöng á 30. mínútu og tólf mínútum síðar jafnaði hún með því að pota boltanum eftir að markvörður Keflvíkingar missti boltann undir sig.

Klara Mist Karlsdóttir kom HK-ingum aftur yfir snemma í síðari hálfleik eftir hornspyrnu áður en Anja Ísis Brown skoraði markið sem tryggði sigurinn þegar lítið var eftir.

HK er í öðru sæti með 31 stig, þremur stigum frá toppnum en Keflavík í 8. sæti með 15 stig.

Grótta lagði ÍA að velli, 2-1, á Akranesi. Elizabeth Bueckers kom Skagakonum yfir á 4. mínútu en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum á síðustu fimmtán mínútunum.

Hulda Ösp Ágústsdóttir jafnaði á 74. mínútu og tólf mínútum síðar gerði Saga Líf Sigurðardóttir sigurmarkið. Grótta er í 4. sæti með 25 stig en ÍA í 7. sæti með 18 stig.

Haukar unnu 2-1 útisigur á Grindavík/Njarðvík á JBÓ-vellinum.

Ágústa María Valtýsdóttir kom Haukum á bragðið á 18. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins, en tæpum hálftíma fyrir leikslok jafnaði Danai Kaldaridou úr vítaspyrnu. Tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði markamaskínan Halla Þórdís Svansdóttir markið sem skilaði stigunum þremur í hús til Hauka sem eru nú með 19 stig í 6. sæti en Grindavík/Njarðvík með 26 stig í 3. sæti.

Að lokum unnu KR-ingar 4-1 sigur á Fylki í Áræbnum. Eva Stefánsdóttir skoraði mark Fylkis á 5. mínútu og fóru þær með forystuna inn í hálfleikinn, en þegar hálftími var eftir tóku KR-ingar við sér.

Makayla Soll skoraði með laglegu skoti á 62. mínútu áður en Anna María Bergþórsdóttir kom liðinu yfir með öðru góðu skoti úr teignum. Maya Camille Neal var næst á ferðinni með skoti úr miðjum teignum eftir skallasendingu frá Önnu Björk Kristjánsdóttur.

Fjórða markið var skráð sjálfsmark á Birtu Margréti Gestsdóttur eftir hornspyrnu.

Fylkir er áfram í næst neðsta sæti með 7 stig og ekki unnið leik síðan í byrjun maí á meðan KR er í 5. sæti með 22 stig.

Fylkir 1 - 4 KR
1-0 Eva Stefánsdóttir ('5 )
1-1 Makayla Soll ('62 )
1-2 Anna María Bergþórsdóttir ('76 )
1-3 Maya Camille Neal ('77 )
1-4 Birta Margrét Gestsdóttir ('90 , Sjálfsmark)

Grindavík/Njarðvík 1 - 2 Haukar
0-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('18 )
1-1 Danai Kaldaridou ('66 , Mark úr víti)
1-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('88 )

HK 4 - 2 Keflavík
1-0 Emilía Lind Atladóttir ('4 )
1-1 Emma Kelsey Starr ('12 )
1-2 Elfa Karen Magnúsdóttir ('23 )
2-2 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('42 )
3-2 Klara Mist Karlsdóttir ('48 )
4-2 Anja Ísis Brown ('90 )
Lestu um leikinn

ÍBV 5 - 2 Afturelding
1-0 Allison Grace Lowrey ('21 )
2-0 Olga Sevcova ('39 )
3-0 Olga Sevcova ('67 )
4-0 Erla Hrönn Unnarsdóttir ('77 )
4-1 Briana Sousa Esteves ('83 )
4-2 Hlín Heiðarsdóttir ('85 )
5-2 Erna Sólveig Davíðsdóttir ('89 )
Lestu um leikinn

ÍA 1 - 2 Grótta
1-0 Elizabeth Bueckers ('4 )
1-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('74 )
1-2 Saga Líf Sigurðardóttir ('86 )
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 13 11 1 1 55 - 9 +46 34
2.    HK 14 10 1 3 38 - 20 +18 31
3.    Grindavík/Njarðvík 14 8 2 4 26 - 20 +6 26
4.    Grótta 14 8 1 5 29 - 24 +5 25
5.    KR 13 7 1 5 31 - 30 +1 22
6.    Haukar 14 6 1 7 22 - 32 -10 19
7.    ÍA 14 5 3 6 22 - 26 -4 18
8.    Keflavík 14 4 3 7 22 - 23 -1 15
9.    Fylkir 14 2 1 11 17 - 39 -22 7
10.    Afturelding 14 1 0 13 10 - 49 -39 3
Athugasemdir
banner