Red Bull Leipzig hefur samþykkt 74 milljóna punda tilboð Manchester United í slóvenska sóknarmanninn Benjamin Sesko. Nú mun Sesko fara í læknisskoðun hjá United og ganga frá formsatriðum.
United hefur þegar fengið til sín sóknarleikmennina Matheus Cunha og Bryan Mbeumo í þessum sumarglugga fyrir samtals 130 milljónir punda.
United hefur þegar fengið til sín sóknarleikmennina Matheus Cunha og Bryan Mbeumo í þessum sumarglugga fyrir samtals 130 milljónir punda.
Sesko er 22 ára og hefur skorað 39 mörk í 87 leikjum fyrir þýska liðið. Ákvörðun hans að fara á Old Trafford er áfall fyrir Newcastle sem lagði mikla áherslu á að reyna að fá hann.
Rasmus Höjlund, helsti sóknarmaður United á síðasta tímabili, er fáanlegur á sölu fyrir um 30 milljónir punda eftir að hafa aðeins skorað 14 úrvalsdeildarmörk á tveimur tímabilum.
Þá er Alejandro Garnacho einnig til sölu en Chelsea hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir