Danski markvörðurinn Mads Hermansen er á leið til West Ham United frá Leicester. Fréttastofa Sky Sports greinir frá þessum tíðindum í dag.
Hamrarnir hafa verið á eftir Hermansen síðustu vikur og í raun hafði félagið gefist upp á að reyna fá hann eftir viðræður við Leicester í síðustu viku.
Félögin náðu ekki saman um kaupverð en samkomulag náðist loks í dag.
Sky segir West Ham borga Leicester 18 milljónir punda fyrir Hermansen.
Markvörðurinn verður ekki í hópnum hjá Leicester gegn Sheffield Wednesday á sunnudag og mun í staðinn ferðast til Lundúna á morgun og gangast undir læknisskoðun hjá Hömrunum.
Hann mun koma inn í hópinn í stað Lukasz Fabianski sem yfirgaf félagið þegar samningur hans rann út í sumar.
Athugasemdir