Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle bauð Sesko hærri laun
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko hefur valið að ganga í raðir Manchester United.

Newcastle hafði mikinn áhuga á því að fá Sesko en hann er hrifnari af hugmyndinni um Man Utd.

Samkvæmt Fabrizio Romano bauð Newcastle sóknarmanninum hærri laun en United er að gera, en samt sem áður valdi hann frekar Man Utd.

Man Utd og RB Leipzig hafa ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð en viðræður halda áfram í dag. Það eru talsvert miklar líkur á því að þær fari að klárast.

Sesko, sem er 22 ára, hefur skorað 39 mörk og lagt upp átta fyrir Leipzig í 87 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner