Spænski miðvörðurinn Inigo Martinez hefur rift samningi sínum við Barcelona og mun ganga í raðir Al Nassr í Sádi-Arabíu en Fabrizio Romano fullyrðir þessar fréttir með „Here we go!“ frasanum fræga.
Martinez hefur spilað frábærlega í vörn Barcelona síðustu tvö árin og átt stóran þátt í að liðið varð spænskur deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Varnarmaðurinn öflugi var með riftunarákvæði í samningnum sem hann gat virkt í sumar og hefur hann nýtt það.
Þessi 34 ára gamli leikmaður heldur nú til Al Nassr í Sádi-Arabíu og gerir þar eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar.
Þetta kemur sér vel fyrir Barcelona sem getur nú skráð fleiri leikmenn í La Liga-hópinn.
Barcelona á eftir að skrá fimm leikmenn í hópinn fyrir tímabilið en það eru þeir Marcus Rashford, Gerard Martin, Joan Garcia, Wojciech Szczesny og Roony Bardghji.
Athugasemdir