Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða stjóri verður fyrst rekinn?
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: John Walton
Það er ekki mikil trú á Keith Andrews.
Það er ekki mikil trú á Keith Andrews.
Mynd: Brentford
Kjartan Atli er einn af álitsgjöfunum.
Kjartan Atli er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur 15. ágúst næstkomandi. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.

Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer þrjú sem er hvaða stjóri verður fyrst rekinn?

Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Regis Le Bris hjá Sunderland.

Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Það hefur oft verið auðvelt að skella skuldinni á David Moyes og hann verður fyrstur til að fá stígvélið.

Arna Eiríksdóttir, leikmaður FH
Keith Andrews tekur við af danska 66 módelinu Thomas Frank. Verður farinn fyrir 1. desember.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Arteta. Finnst það bara frekar fyndið ef það gerist.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Ég óska engum þess að missa vinnuna, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Þannig mannvinurinn í mér segir að enginn verði rekinn.

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Keith Andrews hjá Brentford.

Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Leiðinleg spurning, er ekki minnsta trúin á Daniel Farke?

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Ég spái því að nýliðarnir í Leeds muni láta Daniel Farke fyrstan fara. Það verður þó til hins betra hjá Leeds sem munu þetta árið halda sér uppi. Við fáum ekki þriðja árið í röð að liðin sem koma upp falla strax. Bæði Leeds og Sunderland munu halda sæti sínu í deildinni.

Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Rubin Amorim fær ekki mikla þolinmæði held ég.

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Thomas Frank.
Athugasemdir
banner