Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Útilokar ekki að Jackson verði seldur
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, neitar að útiloka möguleikann á því að Nicolas Jackson yfirgefi Stamford Bridge núna í glugganum.

Newcastle hefur áhuga á þessum 24 ára sóknarmanni eftir að félagið missti af Benjamin Sesko til Manchester United.

Ef Chelsea selur Jackson vill félagið að minnsta kosti fá tvöfalt það 32 milljóna punda kaupverð sem þeir borguðu Villarreal fyrir leikmanninn 2023.

„Þegar glugginn er opinn getur allt gerst. Það á líka við um Nico. Við höfum fengið tvo sóknarmenn til okkar í sumar, Joao Pedro og Liam Delap. Sjáum hvað gerist," segir Maresca.

Jackson skrifaði undir níu ára samning í september 2024, samning til 2033.
Athugasemdir
banner
banner
banner