Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. september 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona ætlar ekki að kaupa Neymar í janúar
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segir félagið ekki ætla að kaupa Neymar í janúarglugganum.

Barca reyndi að fá Neymar frá PSG undir lok sumargluggans en þær tilraunir misheppnuðust.

„Nei, við getum ekki keypt hann í næsta glugga. Liðið var alveg tilbúið og svo kom þessi Neymar möguleiki upp en bara sem bónus," sagði Bartomeu. „Við reiknuðum ekki með því að hann yrði falur þetta sumar."

Neymar skipti úr Barcelona til PSG fyrir 222 milljónir evra sumarið 2017. Hann vildi skipta aftur yfir til Spánar en félagaskiptin gengu ekki í gegn.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hann var í byrjunarliði Brasilíu og gerði jöfnunarmarkið í 2-2 jafntefli gegn Kólumbíu í nótt.
Athugasemdir
banner
banner
banner