Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. september 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bartomeu: Messi getur farið frítt næsta sumar
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, staðfesti í viðtali í dag að Lionel Messi má yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar.

Það sé vegna ákvæði í samningi hans, sem er líkt og ákvæði sem voru í samningum hjá leikmönnum á borð við Xavi, Andres Iniesta og Carles Puyol.

„Messi er með samning til 2021 en við samþykktum að hann fengi að fara frítt á sínu næstsíðasta tímabili. Þetta er það sama og við höfum gert fyrir aðra trausta leikmenn Barcelona í fortíðinni," sagði Bartomeu.

„Messi hefur unnið sér þetta inn en ég er rólegur um að hann fari ekki strax. Sem betur fer er hann mikill stuðningsmaður félagsins og ég hef engar efasemdir um að hann verði áfram hjá félaginu í mörg ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner