lau 07. september 2019 17:52
Fótbolti.net
Einkunnagjöf Íslands: Ari Freyr maður leiksins
Icelandair
Ari Freyr Skúlason var mjög öflugur í vinstri bakverðinum.
Ari Freyr Skúlason var mjög öflugur í vinstri bakverðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson skoraði langþráð mark og lagði upp annað.
Jón Daði Böðvarsson skoraði langþráð mark og lagði upp annað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson með fyrirgjöf.
Hjörtur Hermannsson með fyrirgjöf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann öruggan 3-0 sigur gegn Moldóvum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í dag.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf leiksins.



Hannes Þór Halldórsson 7
Þurfti ekki að verja skot fyrr en á 83. mínútu. Afar náðugur dagur á skrifstofunni. Öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Hjörtur Hermannsson 6
Öflugur varnarlega en hann hafði minna fram að færa sóknarlega.

Kári Árnason 7
Vann mörg skallaeinvígi og návígi gegn framherjum Moldóva.

Ragnar Sigurðsson 7
Átti stóran þátt í öðru markinu. Hörkuskalli eftir hornspyrnu sem markvörður Moldóva varði.

Ari Freyr Skúlason 9 - Maður leiksins
Mjög öflugur í vinstri bakverðinum. Grimmur og tók virkan þátt í sóknarleiknum. Lagði upp þriðja markið.

Arnór Ingvi Traustason 6
Fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu. Var duglegur og baráttuglaður á hægri kantinum.

Aron Einar Gunnarsson 8
Sýndi mun meira sóknarlega en áður og lagði upp tvö færi í fyrri hálfleik á frábæran hátt. Mjög góður kraftur í fyrirliðanum í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Hefur oft látið meira til sín taka í landsleikjum. Sýndi þó gæði sín á köflum.

Birkir Bjarnason 7 ('78)
Atgangsharður í dag. Var tvívegis nálægt því að skora um miðbik fyrri hálfleiks. Skoraði síðan af stuttu færi eftir hornspyrnu í þeim síðari.

Kolbeinn Sigþórsson 8 ('64)
Skoraði og var ógnandi allan leikinn. Tekur mikið til sín. Fagnaðarefni að sjá hann aftur í góðum gír í bláu treyjunni.

Jón Daði Böðvarsson 8 ('84)
Lagði upp fyrsta markið með stórkostlegri hælsendingu á Kolbein og skoraði síðan langþráð mark í síðari hálfleik.

Varamenn:

Emil Hallfreðsson ('64) 6
Kom með ró inn á miðjusvæðið síðasta hálftímann.

Rúnar Már Sigurjónsson ('78)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Viðar Örn Kjartansson ('84)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner