Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 21:00
Fótbolti.net
Freysi um markmannsstöðuna: Verður engu þvingað í gegn
Icelandair
Hannes labbar inn á Laugardalsvöll í dag ásamt dóttur sinni.
Hannes labbar inn á Laugardalsvöll í dag ásamt dóttur sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, ræddi markvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu í Innkastinu á Fótbolta.net í kvöld. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, hefur verið frábær í marki Íslands í áraraðir og hann heldur Rúnari Alex Rúnarssyni markverði Dijon og Ögmundi Kristinssyni markverði Larissa á bekknum.

Freyr segir að Hannes haldi sæti sínu á meðan hann stendur vaktina vel í marki landsliðsins.

„Það sem mun gerast er að mómentið mun koma á náttúrulegan hátt. Það verður engu þvingað í gegn. Meðan Hannes spilar alltaf eins og kóngur með landsliðinu er ekki ástæða fyrir okkur til að breyta," sagði Freyr.

„Alex er mest meðvitaður um það sjálfur og ég verð að hrósa honum og Ögmundi (Kristinssyni) fyrir fagmannlega nálgun alltaf. Þeir eru miklu meira en tilbúnir en þeir eru tilbúnir að bakka upp sinn mann og taka sénsinn þegar þeir fá hann. Þetta er ekki sjálfsagt en þetta myndar liðsheild."

„Það er góður taktur í liðinu og Hannes hefur ekki gert nein mistök með landsliðinu. Ef við værum einungis að taka ákvarðanir út frá félagsliðum þá væru töluvert miklar breytingar á byrjunarliðinu og hópnum. Vitandi hvað þarf til að komast á lokamótið þá verðum við að gera það sem er best fyrir landsliðið núna."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Uppgjör með Freysa eftir skyldusigur í Laugardal
Athugasemdir
banner
banner