Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 07. september 2019 18:53
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi Þór: Albanía betra en þetta lið
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson átti flottan leik á miðsvæðinu í kvöld þegar Ísland sigraði Moldóvu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Við erum betra lið en þeir voru betri fyrstu fimmtán. Þeir hefðu auðveldlega getað skapað sér fleiri færi," sagði Gylfi eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Við vorum bara í vandræðum í upphafi leiks og þeir voru bara betri í öllu. Við vorum bara rólegir og auðvitað hjálpar fyrsta markið, það setti smá pressu á þá. Við stjórnuðum þessu ágætlega eftir það."

Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson mönnuðu framlínu Íslands í dag og var Gylfi ánægður með þeirra frammistöðu.

„Frábærlega vel gert hjá Jóni Daða í fyrsta markinu, frábær snerting og hann leggur hann á Kolbein sem klárar í fyrsta. Það er frábært fyrir Kolbein að vera kominn aftur í landsliðið og vera byrjaður að skora mörk."

Ísland er á góðri siglingu í riðlinum með fjóra sigra í fimm leikjum.

„Við getum ekkert kvartað yfir því. Eina tapið er á móti Frakklandi úti. Ég hafði alltaf trú á því að þegar það kæmi í undankeppnina þá yrðum við góðir. Þetta er frábær byrjun og það er mikilvægur leikur á þriðjudag."

„Albanía er sterkara lið en það sem við vorum að spila við í kvöld. Við verðum að sækja þrjú stig," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner