Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 07. september 2019 18:53
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi Þór: Albanía betra en þetta lið
Icelandair
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson átti flottan leik á miðsvæðinu í kvöld þegar Ísland sigraði Moldóvu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

„Við erum betra lið en þeir voru betri fyrstu fimmtán. Þeir hefðu auðveldlega getað skapað sér fleiri færi," sagði Gylfi eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

„Við vorum bara í vandræðum í upphafi leiks og þeir voru bara betri í öllu. Við vorum bara rólegir og auðvitað hjálpar fyrsta markið, það setti smá pressu á þá. Við stjórnuðum þessu ágætlega eftir það."

Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson mönnuðu framlínu Íslands í dag og var Gylfi ánægður með þeirra frammistöðu.

„Frábærlega vel gert hjá Jóni Daða í fyrsta markinu, frábær snerting og hann leggur hann á Kolbein sem klárar í fyrsta. Það er frábært fyrir Kolbein að vera kominn aftur í landsliðið og vera byrjaður að skora mörk."

Ísland er á góðri siglingu í riðlinum með fjóra sigra í fimm leikjum.

„Við getum ekkert kvartað yfir því. Eina tapið er á móti Frakklandi úti. Ég hafði alltaf trú á því að þegar það kæmi í undankeppnina þá yrðum við góðir. Þetta er frábær byrjun og það er mikilvægur leikur á þriðjudag."

„Albanía er sterkara lið en það sem við vorum að spila við í kvöld. Við verðum að sækja þrjú stig," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner