lau 07. september 2019 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leigh Griffiths: Rodgers bjargaði mér
Mynd: Getty Images
Leigh Griffiths, sóknarmaður Celtic, fór í sjö mánaða frí frá fótbolta vegna þunglyndis.

Griffiths fór í veikindaleyfi síðasta desember eftir að Brendan Rodgers, þáverandi þjálfari Celtic, hvatti hann til þess.

„Ég hefði skaðað sjálfan mig alvarlega hefði ég ekki farið í leyfi á þessum tímapunkti. Hausinn var ekki í lagi, það var margt sem herjaði á mig og ég þurfti að taka mér pásu," sagði Griffiths.

„Ef það er eitthvað eitt ráð sem ég myndi gefa öðrum þunglyndissjúklingum þá er það að opna sig og tala við fólk um það. Allt verður mikið betra.

„Ég bað aldrei um að fara í pásu. Brendan sá að ég var eitthvað skrýtinn og þrýsti þessu í gegn sjálfur. Ég þakka honum innilega fyrir það, hann bjargaði mér."

Athugasemdir
banner
banner
banner