Hirving Lozano spilaði sinn fyrsta leik fyrir Napoli er liðið heimsótti Juventus í stórleik í ítalska boltanum.
Heimamenn í Juve komust í 3-0 en Napoli tókst að jafna í síðari hálfleik. Lozano kom inn af bekknum í hálfleik, var ógnandi og skoraði. Napoli tókst að jafna en Kalidou Koulibaly gerði sigurmark Juventus þegar hann setti knöttinn óvart í eigið net í uppbótartíma.
Lozano var spurður út í hvernig honum hafi fundist að spila gegn Cristiano Ronaldo.
„Eftir síðasta markið þeirra kom Cristiano að mér og hrósaði mér. Mér fannst það mjög fallega gert af honum, hann er stórkostlegur leikmaður," sagði Lozano við TUDN.
„Mér fannst þetta frábær leikur því liðið spilaði mjög vel gegn erfiðum andstæðingum."
Napoli borgaði metfé fyrir Lozano, eða 40 milljónir evra. Lozano er 24 ára kantmaður.
Athugasemdir