lau 07. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Skyldusigur gegn Moldóvu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenska landsliðið mætir Moldóvu á Laugardalsvelli í dag og þarf sigur til að halda í við Tyrkland og Frakkland í toppbaráttu H-riðils.

Liðin þrjú eru saman á toppnum með níu stig eftir fjórar umferðir og eiga öll heimaleiki í dag. Þetta eru allt skyldusigrar og áhugavert að fylgjast með hvort eitthvað lið misstígi sig.

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru ekki í landsliðshópi Íslands.

Í A-riðli á England heimaleik við Búlgaríu og getur haldið fullkominni byrjun sinni áfram með þriðja sigrinum. Búlgaría er með tvö stig eftir fjórar umferðir.

Kosóvó á þá heimaleik við Tékkland sem er í öðru sæti. Kosóvó er enn taplaust, með fimm stig eftir þrjá leiki, en Tékkar eru með sex stig.

Í B-riðli eiga ríkjandi meistarar Portúgala útileik við Serbíu. Portúgalir hafa ekki farið vel af stað og eru aðeins með tvö stig eftir tvo fyrstu leikina. Serbar eru með fjögur stig úr þremur.

H-riðill
16:00 Ísland - Moldóva
18:45 Tyrkland - Andorra
18:45 Frakkland - Albanía

A-riðill:
13:00 Kosóvó - Tékkland
16:00 England - Bulgaria

B-riðill:
16:00 Litháen - Úkraína
18:45 Serbía - Portúgal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner