Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. september 2020 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Haukar að missa af toppliðunum eftir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Víkingur R. 2 - 0 Haukar
1-0 Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('25, víti)
2-0 Rut Kristjánsdóttir ('35)

Textalýsing

Víkingur R. mætti Haukum í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og var hann í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Víkingur byrjaði af krafti og fékk nokkur góð færi áður en Stefanía Ásta Tryggvadóttir skoraði úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Vítaspyrnan þótti gefin fyrir heldur litlar sakir en Ágúst Hjalti Tómasson virtist handviss og benti á punktinn.

Haukastúlkur þurftu að bretta upp ermarnar til að halda sér í toppbaráttunni en heimaliðið tvöfaldaði forystuna með glæsimarki frá Rut Kristjánsdóttur, sem lét vaða utan teigs með ristinni.

Haukar voru meira með boltann en skyndisóknir Víkinga sköpuðu talsvert meiri usla heldur en sóknir Hauka.

Bæði lið komust nálægt því að skora næsta mark en inn vildi boltinn ekki. Haukar heimtuðu vítaspyrnu á 65. mínútu þegar boltinn fór augljóslega í hönd leikmanns Víkings innan teigs en ekkert dæmt.

Haukar reyndu að setja pressu á Víking en vörn heimamanna hélt og niðurstaðan 2-0 sigur.

Víkingur hefur verið að taka við sér eftir slaka byrjun á tímabilinu. Haukar eru hins vegar sjö stigum frá Keflvíkingum eftir þetta tap.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner