Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. september 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umdeild skipti frá United til Livepool - „Það líkaði engum við mig"
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Danny Guthrie leikmaður Fram var gestur Jóa Skúla í Draumaliðinu í gær.

Guthrie er uppalinn hjá Manchester United en hann fór þaðan yfir til erkifjendanna í Liverpool þar sem hann lék þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Jói spurði hann hvernig hafi staðið á því að hann hafi farið frá United yfir til Liverpool.

„Ég var í United í 2-3 ár en vandamálið var að þeir vildu að ég færi í skóla í Manchester á eigin vegum. Liverpool bauð mér skólastyrk frá 16 ára aldri þangað til ég myndi hætta í skóla, ég fékk borgað fyrir að spila fótbolta þar. Hjá United var það þannig að ég færi í skóla og æfa með þeim svo yrði ákvörðun tekin þegar ég yrði 16 ára. Það var bara öryggið hjá Liverpool"

Hann fékk að finna fyrir rígnum þegar hann skipti yfir.

„Þetta var umdeilt á sínum tíma, ég hafði spilað með United á móti Liverpool og rígurinn var mjög mikill. Það var erfitt að skipta úr klefanum hjá United yfir í klefann hjá Liverpool, það líkaði enginn við mig, eins furðulega og það hljómar fyrir 12-13 ára gamlan dreng, þetta er bara í blóðinu hjá Liverpool og United. Þetta var erfitt en ákvörðun sem var best fyrir mig."


Danny Guthrie í löngu viðtali: Elskar Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner