Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. september 2022 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea fær grænt ljós frá Brighton
Mynd: EPA
Brighton hefur gefið Chelsea grænt ljós að ræða við Graham Potter. Potter er stjóri Brighton en Chelsea er í leit að nýjum stjóra eftir að félagið rak Thomas Tuchel.

Samkvæmt Sky Sports mun Potter ferðast til London til að hitta Todd Boehly og aðra stjórnarmeðlimi Chelsea.

Ef Chelsea vill fá Potter í sínar raðir þá þarf félagið að greiða Brighton sextán milljónir punda. Það er sú upphæð þarf til að fá Potter lausan frá félaginu.

Potter er talinn líklegastur til að taka við Chelsea. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham í hádeginu á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner