PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 07. september 2024 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ron Yeats er látinn
Yeats og félagar fögnuðu bikarsigrinum 1965.
Yeats og félagar fögnuðu bikarsigrinum 1965.
Mynd: Getty Images
Ron Yeats, ein af helstu goðsögnum í sögu Liverpool FC, er látinn eftir baráttu við Alzheimer.

Yeats lést 86 ára gamall en hann var fyrirliði hjá Liverpool fyrir um 60 árum síðan, þegar Liverpool spilaði fyrsta Evrópuleik í sögu sinni.

Sá leikur var leikinn á Íslandi, þegar Liverpool heimsótti áhugamannalið KR og skóp þægilegan fimm marka sigur.

Yeats lék tvo landsleiki fyrir Skotland á ferli sínum sem atvinnumaður, auk þess að spila yfir 450 keppnisleiki fyrir Liverpool.

Yeats var fyrirliði Liverpool þegar liðið vann enska FA bikarinn í fyrsta sinn árið 1965.
Athugasemdir
banner
banner