Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Bradley vonast til að geta haldið Wirtz í skefjum - „Viss um að þetta verði erfitt kvöld“
Mynd: EPA
Conor Bradley, fyrirliði Norður-Írlands, vonast til þess að halda Florian Wirtz, liðsfélaga hans hjá Liverpool, í skefjum er Norður-Írland og Þýskaland mætast í undankeppni HM í kvöld.

Wirtz kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen í sumar fyrir 116 milljónir punda sem gerði hann að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar, met sem Liverpool sló aftur undir lok gluggans er félagið fékk Alexander Isak frá Newcastle United.

Þýski leikmaðurinn hefur spilað alla þrjá deildarleiki Liverpool á tímabilinu en er enn að aðlagast. Hans besti leikur til þessa kom í síðustu umferð gegn Arsenal er Liverpool hafði 1-0 sigur á Anfield.

Bradley og Wirtz mætast í kvöld, en Norður-Írinn segist eiga von á erfiðu kvöldi.

„Florian er toppleikmaður. Það er ástæða fyrir því að við keyptum hann fyrir þennan penning. Hann hefur augljóslega verið frábær með Leverkusen síðustu ár og núna er hann kominn til okkar.“

„Mér finnst hann hafa byrjað tímabilið mjög vel. Hann er góður með boltann, með mikla sköpunargáfu og er ekki hræddur við að taka áhættu með boltann. Þetta er toppleikmaður og er ég alveg viss um að þetta verður erfitt kvöld fyrir mig, en á sama tíma vonast ég líka til þess að gera kvöldið erfitt fyrir hann,“
sagði Bradley.
Athugasemdir
banner