
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um sigur Íslands gegn Aserbaísjan. Þeir Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnarsson gerðu upp landsleikinn og ræddu m.a. um frammistöðu einstakra leikmanna og einkunnagjöf Fótbolta.net eftir leikinn.
Jón Dagur Þorsteinsson fékk sjö í einkunn fyrir sína frammistöðu. Sjö var lægsta einkunn byrjunarliðsmanna í sigrinum örugga á föstudagskvöldið.
Jón Dagur Þorsteinsson fékk sjö í einkunn fyrir sína frammistöðu. Sjö var lægsta einkunn byrjunarliðsmanna í sigrinum örugga á föstudagskvöldið.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
„Ég er hugsi yfir hlutverki hans á hægri kantinum, mér finnst hann svo staðfastur í því að komast yfir á vinstri fótinn að mér fannst hann gleyma því að vera „fáviti" - sem er hans helsta einkenni og það sem við elskum hann fyrir. Mér fannst fyrirgjafirnar hans margar ágætar, en ég hef séð meira frá honum. Ég er að spá hvort hann þurfi aðeins of mikið að hugsa þarna hægra megin. Hentar þetta honum? Eigum við frekar að hafa hann á bekknum en að hafa hann á hægri (kantinum)? Mér leið eins og Jón Dagur væri ekkert endilega að fíla þetta hlutverk," velti Tómas Þór fyrir sér.
„Það voru svo margir týndir í fyrri hálfleiknum og Jón Dagur var eiginlega fyrsti sem ég hugsaði um að væri svolítið týndur," sagði Valur.
Þegar Tómas notar orðið fáviti á hann við þann hæfileika Jóns Dags að vera með leiðindi, hann lætur finna vel fyrir sér og nær jafnvel að komast inn í höfuð andstæðinganna.
Jón Dagur átti þátt í öðru og þriðja marki Íslands, stoðsendingin í þriðja markinu virkilega skemmtileg; hvernig hann fann Ísak Bergmann lausan inn á markteig sem batt enda á frábæra sókn. Jón Dagur fór svo af velli á 68. mínútu. Næsti leikur Íslands verður gegn Frakklandi á Prinsavelli í París á þriðjudag.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ísland | 1 | 1 | 0 | 0 | 5 - 0 | +5 | 3 |
2. Frakkland | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
3. Úkraína | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
4. Aserbaísjan | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 5 | -5 | 0 |
Athugasemdir