Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Raphinha sakar Disneyland um rasisma í garð sonar síns - „Ég hata ykkur!“
Raphinha
Raphinha
Mynd: EPA
Snar og Snöggur eru ekki í náðinni hjá Raphinha
Snar og Snöggur eru ekki í náðinni hjá Raphinha
Mynd: Disneyland
Brasilíski landsliðsmaðurinn Raphinha er öskuillur út í starfsmenn Disneyland-skemmtigarðsins í París eftir atvik sem átti sér stað á dögunum.

Gael, sonur Raphinha, var í skemmtigarðinum ásamt fjölskyldu sinni á meðan landsliðsmaðurinn er að spila í undankeppni HM með landsliðinu.

Sonur hans, sem er rúmlega tveggja ára gamall, hitti þar starfsmann sem var klæddur upp sem jarðíkorninn Snar eða Snöggur. Sá heilsaði og knúsaði öll börn nema son Raphinha.

Fjölskylda hans reyndi ítrekað að fanga athygli starfsmannsins sem virtist viljandi hunsa drenginn, en Raphinha vandaði starfsmanninum og garðinum ekki beint kveðjurnar á Instagram.

„Starfsmenn ykkar eru óþokkar. Þið eigið ekki að koma svona fram við fólk og þá sérstaklega við börn. Þið eigið að gera börnin glöð, ekki hunsa þau. Ég kýs að segja að þið hafið hunsað hann í stað þess að segja eitthvað annað. Þið ættuð að skammast ykkar,“ sagði Raphinha á Instagram.

Raphinha sakar starfsmanninn um kynþáttafordóma í garð sonar síns.

„Ég skil þreytuna hjá þeim sem vinna við þetta, en af hverju var tekið innilega á móti öllum hvítu börnunum en ekki syni mínum? Ég hata ykkur. Hann vildi bara heilsa og fá knús, en heppnin er með ykkur þar sem hann skilur þetta ekki,“ sagði brasilíski landsliðsmaðurinn og alveg greinilegt að það sauð á honum.

Sem betur fer gekk Gael glaður úr garðinum. Skömmu síðar rakst hann á Mikka Mús sem er auðvitað allra stærsta stjarnan í sögu Disney og féllust félagarnir í faðma eins og sjá má hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner