
Bruno Fernandes er opinn fyrir því að fara til Sádi-Arabíu á næsta ári, öll stærstu félög heims horfa til Marc Guehi og þá hefur Chelsea borist stórt tilboð í brasilíska miðjumanninn Andrey Santos. Þetta kemur fram í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Bruno Fernandes (30), miðjumaður Manchester United, hafnaði þremur tilraunum frá Sádi-Arabíu í sumarglugganum, en portúgalski landsliðsmaðurinn vildi heldur vera áfram hjá United. Fyrirliðinn er hins vegar opinn fyrir því að fara til Sádi-Arabíu eftir HM á næsta ári. (Talksport)
Manchester City ætlar að berjast við Liverpool, Bayern München, Barcelona og Real Madrid um Marc Guehi (25), fyrirliða Crystal Palace í janúar. (Star)
Bayern íhugaði að fá Cody Gakpo, vængmann Liverpool, í sumar, en þessi 26 ára gamli Hollendingur var einn af mörgum kostum sem Bayern skoðaði í sumar. Bayern endaði á að kaupa Luis Díaz, fyrrum liðsfélaga Gakpo hjá Liverpool. (Sky Sports)
Chelsea er með 59,5 milljóna punda tilboð á borðinu frá Al-Qadsiah í brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (21). Hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Strasbourg í Frakklandi. (Mirror)
Morgan Rogers (23), leikmaður Aston Villa, er á óskalista Tottenham fyrir janúargluggann. Thomas Frank, stjóri Tottenham, er mikill aðdáandi Rogers. (Teamtalk)
Bournemouth er að ganga frá sölu á enska sóknarmanninum Zain Silcott-Duberry (20) til Olympiakos. (Sky Sports)
Juventus ætlar að fá Dani Ceballos (29), miðjumann Real Madrid, í janúar. Spænski landsliðsmaðurinn var á óskalista Juventus í sumar, en félögin náðu ekki saman um kaupverð. (TuttoMercatoWeb)
Arsenal ætlar ekki að selja belgíska vængmanninn Leandro Trossard (30). Hann hefur verið orðaður við Besiktas í Tyrklandi þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning við Arsenal í síðasta mánuði. (Fabrizio Romano)
Ítalski miðvörðurinn Giovanni Leoni (18) hafnaði því að ganga í raðir Newcastle United þó svo félagið hafi verið reiðubúið að borga meira en Liverpool. (Gazzetta di Parma)
Athugasemdir