
Portúgalskir dómarar verða starfandi á Prinsavöllum á þriðjudagskvöld þegar Frakkland og Ísland eigast við í undankeppni HM.
António Nobre verður aðaldómari leiksins en hann dæmdi 4-1 sigur Wales gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fyrra. Ísland komst yfir í leiknum en svo hrundi allt saman í Cardiff.
Nobre hafði í nægu að snúast í þeim leik og gaf Craig Bellamy þjálfara Wales og Davíð Snorra Jónassyni aðstoðarþjálfara Íslands áminningar.
Þess má svo geta að það verða danskir dómarar á U21 landsleik Eistlands og Íslands sem fram fer á morgun. Mikkel Redder er aðaldómari leiksins.
António Nobre verður aðaldómari leiksins en hann dæmdi 4-1 sigur Wales gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fyrra. Ísland komst yfir í leiknum en svo hrundi allt saman í Cardiff.
Nobre hafði í nægu að snúast í þeim leik og gaf Craig Bellamy þjálfara Wales og Davíð Snorra Jónassyni aðstoðarþjálfara Íslands áminningar.
Þess má svo geta að það verða danskir dómarar á U21 landsleik Eistlands og Íslands sem fram fer á morgun. Mikkel Redder er aðaldómari leiksins.
Frakkland - Ísland
Dómari: António Nobre POR
Aðstoðardómari 1: Pedro Ribeiro POR
Aðstoðardómari 2: Nelson Pereira POR
4ði dómari: Miguel Nogueira POR
VAR dómari: André Narciso POR
Aðstoðar VAR: Fábio Oliveira Melo POR
Athugasemdir