Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 13:01
Brynjar Ingi Erluson
Saliba frá í þrjár til fjórar vikur
Mynd: EPA
William Saliba, miðvörður Arsenal og franska landsliðsins, verður frá næstu þrjár til fjórar vikurnar vegna ökklameiðsla.

Varnarmaðurinn meiddist í upphitun í 1-0 tapinu gegn Liverpool, en ákvað samt að spila leikinn.

Hann entist í tæpar fimm mínútur áður en hann þurfti að biðja um skiptingu.

L'Equipe segir að Saliba verði ekki með í næstu leikjum Arsenal en samkvæmt miðlinum verður hann frá í þrjár til fjórar vikur.

Á þessum tíma spilar Arsenal sex leiki. Það mætir Nottingham Forest, Manchester City og Newcastle United í deildinni ásamt því að spila við Athletic og Olympiakos í Meistaradeildinni. Þar inn á milli er leikur í deildabikarnum gegn Port Vale.

Saliba er einng af mikilvægustu leikmönum Arsenal og hefur, ásamt Gabriel, myndað eina bestu vörn úrvalsdeildarinnar. Þetta þýðir að Mikel Arteta mun þurfa að treysta á krafta nýja mannsins, Cristhian Mosquera, sem kom frá Valencia í sumar.
Athugasemdir