André Onana, markvörður Manchester United, hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína en þetta kemur fram á Sky Sports í dag.
Man Utd hefur náð munnlegu samkomulagi við tyrkneska félagið Trabzonspor um að lána Onana út tímabilið.
Það samkomulag náðist í gær en Onana á þó enn eftir að gera upp hug sinn.
Félögin eru búin að leggja upp drög að samningum og bíða nú eftir grænu ljósi frá markverðinum. Samkvæmt Sky verður ekkert kaupákvæði í samningnum.
Onana mun líklega fá takmarkaðar mínútur hjá United á þessari leiktíð eftir að félagið keypti Senne Lammens frá Antwerp fyrir 18,2 milljónir punda.
Kamerúninn var í markinu í óvænta tapinu gegn Grimsby Town í deildabikarnum þar sem hann gerði tvö mistök sem kostuðu mark og þá ekkert komið við sögu í deildinni.
Athugasemdir