Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Raúl Albiol og Lorran meðal nýrra leikmanna Pisa (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pisa eru nýliðar í efstu deild á Ítalíu og styrktu leikmannahópinn sinn í sumarglugganum.

Þeir kræktu í tíu leikmenn og meðal síðustu leikmanna sem voru kynntir til sögunnar eru Raúl Albiol og Lorran.

Albiol er fertugur miðvörður sem hefur síðustu sex ár leikið með Villarreal á Spáni. Hann kom við sögu í 16 leikjum á síðustu leiktíð þrátt fyrir háan aldur. Albiol hefur meðal annars leikið fyrir Real Madrid og Napoli á ferlinum og spilaði 58 landsleiki fyrir Spán.

Hann kemur með gríðarlega mikla reynslu í hópinn hjá Pisa, sem hefur þó byrjað tímabilið þokkalega í Serie A. Nýliðarnir gerðu jafntefli við sterkt lið Atalanta í fyrstu umferð og töpuðu svo naumlega gegn AS Roma. Þeir eru með eitt stig eftir tvær erfiðar umferðir.

Brasilíski kantmaðurinn Lorran, sem er aðeins 19 ára gamall, er einnig kominn til Pisa. Hann kemur á lánssamningi frá Flamengo í heimalandinu, með árangurstengdri kaupskyldu.

Pisa greiðir 500 þúsund evrur fyrir lánið og kaupir svo leikmanninn fyrir 4 milljónir til viðbótar ef liðinu tekst að forðast fall úr Serie A. Lorran þarf að taka þátt í helming leikja Pisa til að kaupskyldan virkist.

Ef kaupákvæðið verður virkt mun Flamengo halda 50% af endursölurétti leikmannsins og endurkaupsrétti.

Þar að auki er kantmaðurinn Calvin Stengs kominn á lánssamningi frá Feyenoord með kaupmöguleika, ásamt M'Bala Nzola á láni frá Fiorentina.

Kólumbíumaðurinn þaulreyndi Juan Cuadrado er kominn á frjálsri sölu og þá eru Michael Aebischer, Daniel Denoon og Ebenezer Akinsanmiro komnir á lánssamningum.

Það fylgir kaupskylda með Denoon sem kemur úr röðum FC Zürich í Sviss.

Giovanni Bonfanti, sem hjálpaði Pisa upp úr B-deildinni í fyrra, er kominn aftur á lánssamningi frá Atalanta með árangurstengdri kaupskyldu.

Eini leikmaðurinn sem var keyptur er Henrik Meister sem kemur úr röðum Rennes í Frakklandi, en kaupverðið er óuppgefið. Talið er að Pisa hafi greitt um 4 milljónir fyrir Meister, sem gerði flotta hluti á láni hjá félaginu á seinni hluta síðustu leiktíðar.



Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 2 2 0 0 3 0 +3 6
2 Napoli 2 2 0 0 3 0 +3 6
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
6 Inter 2 1 0 1 6 2 +4 3
7 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
8 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
9 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
10 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
11 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
12 Fiorentina 2 0 2 0 1 1 0 2
13 Cagliari 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Parma 2 0 1 1 1 3 -2 1
17 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir