Kristófer Jónsson og félagar hans í Triestina gerðu 1-1 jafntefli við Ospitaletto í C-deildinni á Ítalíu í dag og eru hans menn nú með fimm stig í mínus.
Triestina hefur verið að ganga í gegnum fjárhagserfiðleika og í sumar tók ítalska fótboltasambandið ákvörðun um að refsa félaginu með því að draga sjö sig af liðinu í deildarkeppninni.
Triestina gæti fengið þyngri refsingu vegna vangoldinna launa til leikmanna og þjálfara, en þá á þó enn eftir að taka endanlega ákvörðun um það.
Kristófer lék allan leikinn í jafnteflinu í dag sem var annað stigið sem liðið nær í á tímabilinu.
Triestina er því á botni A-riðils með mínus fimm stig eftir þrjár umferðir.
Markús Páll Ellertsson gekk í raðir Triestina í byrjun ársins frá Fram, en hefur ekkert komið við sögu með aðalliðinu.
Athugasemdir