Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 16:33
Ívan Guðjón Baldursson
England: Hlín byrjaði gegn Man Utd
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fjórir leikir fram í efstu deild enska kvennaboltans í dag þar sem Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Leicester City sem heimsótti Manchester United.

Leicester steinlá 4-0 þar sem Melvine Malard skoraði tvennu. Ella Toone átti þá mark og stoðsendingu alveg eins og Elisabeth Terland.

Hlín spilaði fyrstu 65 mínúturnar í fremstu víglínu og var skipt af velli í stöðunni 2-0.

Liðin mættust í fyrstu umferð á nýju tímabili, á sama tíma og Liverpool steinlá í nágrannaslagnum gegn Everton á Anfield.

Brighton gerði markalaust jafntefli við Aston Villa og Tottenham lagði West Ham að velli í Lundúnaslag.

Man Utd 4 - 0 Leicester
1-0 Ella Toone ('13)
2-0 Elisabeth Terland ('25)
3-0 Melvine Malard ('73)
4-0 Melvine Malard ('87)

Liverpool 1 - 4 Everton

Brighton 0 - 0 Aston Villa

Tottenham 1 - 0 West Ham

Athugasemdir
banner