
Fannar Daði Malmquist Gíslason varð fyrir því óláni í lok nóvember á síðasta ári að slíta krossband á æfingu með Þór. Það var í annað sinn á ferlinum sem krossband í hné Fannars slitnaði. Fyrri meiðslin héldu honum frá sumarið 2022, stutt á milli mjög erfiðra meiðsla.
Í umfjöllun Fótbolta.net í byrjun desember var fullyrt að Fannar yrði ekkert með á þessu tímabili, enda menn yfirleitt frá í u.þ,b. ár vegna krossbandsmeiðsla. Fannar fór í aðgerð í janúar og lék sínar fyrstu mínútur strax í júní þegar Þór lék gegn Vestra í Mjólkurbikarnum. Það voru örfáar mínútur í lok leiks.
Það er alveg ljóst að Fannar ætlaði sér að hafa áhrif á þetta tímabil, ætlaði sér ekki að strika út tímabilið 2025 á sínum ferli. Og hann hafði áhrif.
Í umfjöllun Fótbolta.net í byrjun desember var fullyrt að Fannar yrði ekkert með á þessu tímabili, enda menn yfirleitt frá í u.þ,b. ár vegna krossbandsmeiðsla. Fannar fór í aðgerð í janúar og lék sínar fyrstu mínútur strax í júní þegar Þór lék gegn Vestra í Mjólkurbikarnum. Það voru örfáar mínútur í lok leiks.
Það er alveg ljóst að Fannar ætlaði sér að hafa áhrif á þetta tímabil, ætlaði sér ekki að strika út tímabilið 2025 á sínum ferli. Og hann hafði áhrif.
Næstu mínútur á eftir leiknum gegn Vetra komu ekki fyrr en tæplega tveimur mánuðum seinna og var innkoman gegn Fjölni hans fjórða í Lengjudeildinni í sumar.
Hann kom inn á þegar um 20 mínútur lifðu leiks í leik sem Þór varð að vinna í toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Staðan var jöfn en rúmum tíu mínútum seinna krækti Fannar í vítaspyrnu sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr og tryggði Þór mikilvæg þrjú stig. Þrjú stig sem þýða að Þór er með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni; sigur gegn Þrótti næsta laugardag tryggir Þór sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Fannar er mjög mikilvægur fyrir Þór, hann er uppalinn Þórsari, leikmaður sem er í uppáhaldi hjá mörgum stuðningsmönnum og hefur glatt augað jafnvel á erfiðustu köflum liðsins síðustu ár. Það er andi í honum, sigurvilji, klókindi og alltaf einhver von um eitthvað gott frá honum þegar þessi leikni sóknarmaður spilar.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |
Athugasemdir