Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
   sun 07. september 2025 12:52
Brynjar Ingi Erluson
Svakaleg byrjun Börsunga - Sextán mörk í tveimur leikjum
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Spánarmeistarar Barcelona ætla sér að verja titilinn sjöunda árið í röð og hafa sent frá sér nokkuð skýra yfirlýsingu með því að skora sextán mörk í fyrstu tveimur umferðum Liga F.

Barcelona slátraði nýliðum Alhama í 1. umferðinni 8-0 þar sem Claudia Pina skoraði þrennu og þá komst Caroline Graham Hansen tvisvar á blað.

Liðið fylgdi þeim sigri nokkuð örugglega á eftir í dag með því að niðurlægja Athletic Bilbao, 8-1.

Leikurinn var einstefna frá A til Ö þar sem Ewa Pajor, Aitana Bonmatí og Vicky Lopez skoruðu allar tvívegis. Patri Gujiarro komst einng á blað og þá var eitt skráð sem sjálfsmark.

Barcelona trónir því á toppnum með sex stig og markatöluna 16:1 eftir tvo leiki. Það verður erfitt að sjá eitthvað annað lið taka titilinn í ár. Real Madrid náði að halda ágætlega í Börsunga stærstan hluta tímabilsins, en á lokakaflanum töpuðu Madrídingar stigum í mikilvægum leikjum á meðan Barcelona vann sína leiki og um leið deildina með átta stiga mun.


Athugasemdir
banner