Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. nóvember 2019 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael O’Neill að taka við Stoke og tvöfalda laun sín
Michael O’Neill.
Michael O’Neill.
Mynd: Getty Images
Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, er að taka við Stoke City í Championship-deildinni. The Athletic segir frá.

Nathan Jones var rekinn frá Stoke fyrir tæpri viku síðan eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.

O’Neill mun tvöfalda laun sín með skiptunum til Stoke, hann fer úr því að þéna 750 þúsund pund á ári í 1,5 milljón punda.

Stoke á enn eftir að semja við knattspyrnusambandið í Norður-Írlandi til að leysa O’Neill undan samningi, en hann er persónulega búinn að samþykkja fjögurra ára samning hjá Stoke.

Hann mun klára undankeppni EM 2020 með Norður-Írlandi. Líklegt er að Norður-Írar fari í umspilið, en ólíklegt er að hann muni þá stýra liðinu í því.

Hjá Stoke bíður hans ærið verkefnið. Stoke er á botni Championship-deildarinnar með aðeins átta stig eftir 15 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner