Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur verið í sambandi við Bayern Munchen og möguleiki er á að hann taki við sem þjálfari liðsins að sögn Sky í Þýskalandi.
Bayern er í leit að þjálfara eftir að Niko Kovac var rekinn í kjölfarið á 5-1 tapi gegn Frankfurt um síðustu helgi.
Hinn sjötugi Wenger hefur lýst yfir áhuga á starfinu en hann vill komast aftur í fótboltann eftir eitt og hálft ár í pásu.
Bayern er í leit að þjálfara eftir að Niko Kovac var rekinn í kjölfarið á 5-1 tapi gegn Frankfurt um síðustu helgi.
Hinn sjötugi Wenger hefur lýst yfir áhuga á starfinu en hann vill komast aftur í fótboltann eftir eitt og hálft ár í pásu.
Ólíklegt er að Bayern gangi frá þjálfararáðningu fyrir stórleik liðsins gegn Borussia Dortmund um helgina.
Eftir það gæti félagið hins vegar ráðið mann og möguleiki er á að það verði Wenger.
Athugasemdir