Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 07. nóvember 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Vonar að Havertz verði klár fyrir Lundúnaslaginn
Óvíst er hvort Kai Havertz verði með Arsenal gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hann fékk þungt höfuðhögg undir lok leiks gegn Inter í Meistaradeildinni í gær.

Þýski sóknarmaðurinn meiddist á höfði er hann hoppaði upp í skallabolta við Yan Bisseck, varnarmann Inter, þannig hann fékk skurð á hausinn.

Það blæddi töluvert úr höfði Havertz áður en honum var skipt af velli fyrir Martin Ödegaard, sem var að spila sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði.

Ekki er ljóst hvort hann verður klár fyrir Lundúnaslaginn um helgina.

„Kai Havertz hlaut stóran skurð en vonandi verður hann í lagi fyrir helgina,“ sagði Arteta.

Annar leikmaður Arsenal hlaut höfuðhögg í leiknum er Mikel Merino var kýldur í andlitið af svissneska markverðinum Yann Sommer.

Í því atviki vildi Arsenal fá vítaspyrnu enda fór Sommer beint í höfuð Merino er hann reyndi við boltann. Hann hlaut ekki heilahristing, heldur var hann tekinn af velli af öðrum ástæðum.

„Nei, hann fékk ekki heilahristing. Honum leið ekkert svo vel í gær þannig ég ákvað að taka hann af velli því ég þarf að hafa hann í heilu lagi,“ sagði Arteta um Merino.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner