Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 07. desember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
ÍBV ætlar að vera komið á gervigras 2023
Frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hásteinsvöllur, heimavöllur ÍBV, mun verða gervigrasvöllur með flóðlýsingu en framkvæmdir eiga að hefjast næsta haust. Stefnan er að ÍBV verði komið á gervigras 2023.

Þetta staðfesti Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri íþróttafélagsins ÍBV, í samtali við Fréttablaðið.

Stjórn ÍBV er með þær hugmyndir að byggja félagsheimili við völlinn og stækka Herjólfshöllina, yfirbyggða knatthúsið, sem er hálfur völlur í dag.

Félagsmenn kusu um forgangsröðunina og það varð ofan á byrjað yrði á því að leggja gervigras og koma á flóðlýsingu á Hásteinsvöll.

„Það eru breytingar að eiga sér stað í knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi. Það er verið að lengja mótið í von um að fá fleiri góða leiki og við ætlum okkur að vera í fremstu röð. Þá verðum við að aðlagast breytingunum," segir Haraldur við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner