banner
   þri 07. desember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lukaku hefði ekki átt að spila - „Þetta voru mín mistök"
Mynd: EPA
Chelsea tapaði gegn West Ham 3-2 um helgina. Arthur Masuaku skoraði sigurmarkið í uppbótartíma með skrautlegu marki.

Romelu Lukaku sóknarmaður Chelsea hefur verið að kljást við meiðsli en hann kom inná í hálfleik gegn West Ham. Þetta var þriðji leikurinn hans síðan hann snéri aftur úr meiðslum.

Hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn og virkaði oft á tíðum mjög hægur og komst lítið í snertingu við boltann.

„Þetta er mér að kenna," sagði Thomas Tuchel stjóri Chelsea í samtali við heimasíðu Chelsea.

„Hann er ekki tilbúinn í 45 mínútur en við ákváðum samt að setja hann inná útaf hæðinni því við misstum Havertz. Havertz var með mikilvægt hlutverk að verjast föstum leikatriðum sem er mikil ógn frá West Ham, svo þetta er mér að kenna. Ég tók þessa ákvörðun."
Athugasemdir
banner
banner
banner