Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mið 07. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amrabat gerði allt til að geta spilað - „Get ekki skilið þjóðina eftir"
Mynd: Getty Images

Sofyan Amrabat átti frábæran leik fyrir Marokkó þegar liðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum á HM í fyrsta sinn eftir sigur á Spánverjum eftir vítaspyrnukeppni.


Spánverjum gekk illa að skapa sér færi og Amrabat var frábær sem varnarsinnaður miðjumaður en hann og Bono í markinu áttu stórkostleg tilþrif eftir 25 mínútna leik þegar þeir björguðu marki.

Amrabat var að mörgum talinn maður leiksins en hann greindi frá því eftir leikinn að það var mjög tvísýnt að hann gæti spilað leikinn.

„Það var spurning hvort ég gæti spilað þennan leik. Ég var vakandi til kl. 3 í nótt með sjúkraþjálfaranum, fékk sprautu fyrir leikinn líka. Ég get ekki skilið strákana og þjóðina eftir," sagði Amrabat eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner