Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 12:42
Elvar Geir Magnússon
Hræddur um að Liverpool hafi ekki efni á Bellingham
Bellingham og Trent Alexander-Arnold.
Bellingham og Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
„Þeir eru pottþétt að pota í hann," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar og stuðningsmaður Liverpool, í HM hringborðinu þar sem rætt er um hinn eftirsótta Jude Bellingham.

Miðað við samfélagsmiðla virðist Bellingham verja nánast öllum stundum í Katar með þeim Trent Alexander-Arnold og Jordan Henderson, leikmönnum Liverpool.

Við hringborðið er talað um að það sé eins og þeir félagar séu í því verkefni að reyna að lokka Bellingham til Liverpool. Magnús er þó hræddur um að Liverpool verði undir í samkeppninni vegna verðmiðans sem hefur hækkað ört á HM.

„Það er vont að þeir séu ekki búnir að klára þetta, það er búið að orða hann lengi við Liverpool. Þvílíki leikmaðurinn. Dortmund getur bætt einhverjum núllum við verðmiðann," segir Magnús.

„Ef það er ekki búið að gera samkomulag um hann gæti það verið dýrt spaug, verðmiðinn hefur margfaldast á þessu móti."

Ljóst er að mörg stór félög vilja Bellingham, auk Liverpool hefur hann meðal annars verið orðaður við Manchester City og Real Madrid. Þá er talað um að PSG sýni honum aukinn áhuga.
HM hringborðið - Karnival í Katar og Spánn fær ekki að vera með
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner