Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   fim 07. desember 2023 10:26
Elvar Geir Magnússon
Mál Alberts á borði héraðssaksóknara
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mál fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar, sem leikur með ítalska liðinu Genoa, er komið til embættis héraðssaksóknara frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfestir þetta í samtali við RÚV en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Greint var frá því í ágúst að Albert hefði verið kærður til lögreglu fyrir nauðgun. Samkvæmt verklagi KSÍ hefur hann ekki spilað með landsliðinu síðan en leikmenn sem eru til rannsóknar geta ekki verið valdir.

Málið hefur ekki haft áhrif á stöðu Alberts hjá Genoa en hann hefur leikið afskaplega vel í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir
banner