Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Andri Rúnar og Elías Ingi mæta á X977 í dag
Mynd: Stjarnan
Elvar Geir og Tómas Þór standa vaktina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag milli 12 og 14.

Það eru tveir gestir í þættinum. Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason mætir en hann gekk nýlega í raðir Stjörnunnar frá Vestra.

Þá kemur Elías Ingi Árnason dómari en hann var einn besti dómari Bestu deildarinnar í sumar og varð síðan sá umtalaðasti í lok mótsins.

Þá verður farið yfir fréttir vikunnar í íslenska boltanum. Það var stór fundur í Mosfellsbæ og ýmislegt fleira.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner