Vuk Oskar Dimitrijevic er genginn til liðs við Fram eftir að samningur hans við FH rann út í síðasta mánuði. Hann skrifar undir tveggja ára samning.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net höfðu Vestri, KA, ÍBV og Leiknir sýnt leikmanninum áhuga. Þá hafði einnig verið orðaður við KR en er nú mættur í Fram.
Vuk er 23 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn í Leikni en hann gekk til liðs við FH árið 2021. Hann hefur leikið 180 KSÍ leiki og skorað 37 mörk.
„Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við leikmanninn og er tilhlökkunin mikil að sjá hann í fyrsta sinn í fallegu bláu treyjunni. Tökum vel á móti honum, velkominn Vuk!" Segir í tilkynningu frá Fram.
![](/images/news/715000/715976/700w.jpg)
Athugasemdir